Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi.
Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni er búið að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru á skipinu utan einn. Því verður nafn skipsins ekki get opinbert að svo komnu máli.
Skipið sem sökk er togari frá Siglufirði. Skipið átti að selja í brotjárn í Noregi.
Fárviðri er á svæðinu þar sem skipið fórst. Ölduhæð nær allt að fimmtán metrum.
Aðstandendum skipverja er bent á að opið hús hjá Rauða Krossinum í Efstaleyti 9.
Þangað geta þeir farið og fengið upplýsingar og beðið á meðan leitaraðgerðir standa yfir. Þá geta aðstandendur einnig hringt í síma 1717 hjá Rauða krossinum.
Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað

Tengdar fréttir

Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað
Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi.

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu
Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.