Enski boltinn

Vermaelen með tvö í öruggum sigri Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thomas Vermaelen fagnar öðru marka sinna í dag.
Thomas Vermaelen fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic photos/AFP

Wigan var engin fyrirstaða fyrir Arsenal þegar liðin mættust á Emirates-leikvanginum og niðurstaðan var öruggur 4-0 sigur heimamanna.

Varnarmaðurinn Thomas Vermaelen heldur áfram að skora fyrir Arsenal en hann skoraði tvö fyrstu mörk Arsenal í leiknum. Eduardo da Silva bætti svo við þriðja markinu og Cesc Fabregas innsiglaði svo öruggan 4-0 sigur heimamanna.

Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en var skipt útaf í hálfleik í 1-1 jafnteflis leik gegn Stoke. Dave Kitson kom Stoke yfir en Matt Taylor jafnaði leikinn úr vítaspyrnu í blálokin.

Hermann Hreiðarsson er enn frá vegna meiðsla hjá Portsmouth en félagið tapaði 2-0 fyrir Aston Villa og er búið að tapa öllum sex leikjum sínum til þessa í deildinni.

Úrslit dagsins og markaskorarar:

Burnley-Sunderland 3-1

1-0 Graham Alexander (13.), 1-1 Darren Bent (39.), 2-1 David Nugent (67.), 3-1 David Nugent (86.)

Arsenal-Wigan 4-0

1-0 Thomas Vermaelen (25.), 2-0 Thomas Vermaelen (49.), 3-0 Eduardo da Silva (59.), 4-0 Cesc Fabregas (90.)

Aston Villa-Portsmouth 2-0

1-0 James Milner (34.), 2-0 Gabriel Agbonlahor (43.)

Bolton-Stoke 1-1

0-1 Dave Kitson (53.), 1-1 Matt Taylor (89.)

Hull-Birmingham 0-1

0-1 Garry O'Connor (75.)

Leikur West Ham og Liverpool á Upton Park leikvanginum hefst kl. 16.30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×