Innlent

Víðir, Þor­gerður Katrín og Sigur­steinn í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karlsson eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karlsson eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, verður gestur í Bítinu í dag þar sem hann mun gera upp páskana.

Bítið hefst klukkan 6:50 og stendur til klukkan 10 og verður sýnt beint frá honum úr útvarpsstúdíói Bylgjunnar á Suðurlandsbraut.

Teitur Guðmundsson læknir mun ræða beinþynningu og þá mun Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, fara yfir farsóttir fyrri tíma.

Einnig verður rætt við Björn Berg Gunnarsson hjá Íslandsbanka um hvort það taki sig að greiða inn á verðtryggð lán.

Sömuleiðis verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, um kröfur sjö útgerða á hendur ríkinu um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.

Þá verður rætt við Sigurstein Másson um hugmyndir hans um hvernig Ísland geti orðið gátt á milli heimsálfa eftir að faraldur kórónuveirunnar hefur gengið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×