Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. febrúar 2020 20:30 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi. Fíkn Lögreglan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi.
Fíkn Lögreglan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira