Fréttir

Votviðri víða um land

Andri Eysteinsson skrifar
Eitthvað mun rigna víða á landinu, það eru einna helst Vestfirðir sem sleppa við votviðrið
Eitthvað mun rigna víða á landinu, það eru einna helst Vestfirðir sem sleppa við votviðrið Vísir/Hanna

Austanátt verður ríkjandi í vindi í dag, föstudaginn langa. Allhvass vindur eða hvassviðri verður undir Eyjafjöllum. Upp úr hádegi má búast við rigningu um landið sunnan og austanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef veðurstofunnar.

Vindur verður hægari norðan heiða og lítils háttar rigning eða slydda á norðurlandi eystra.

Útlit er fyrir rólegt veður á Páskadag með fremur hægt vestlægri eða suðvestlægri átt. Þurrt og bjart framan af degi landinu norðaustanverðu. Vægt frost norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á sunnudag (páskadagur):

Vaxandi suðvestanátt , víða 8-13 seinnipartinn. Þykknar upp en þurrt að kalla um landið vestanvert, en léttir til á N- og A-landi. Hlýnandi veður.

Á mánudag (annar í páskum):

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og rigning fram eftir degi, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestanátt, skýjað og rigning með köflum S- og V-til, en bjart veður A-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Áframhaldandi suðvestanátt og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum. Hiti 10 til 5 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og fari að rigna vestast undir kvöld. Hlýnar aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.