Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallaði út aukalið vegna hans. Eldurinn virðist hafa kviknað í klæðningu í tanki fyrir möl.
Verið er að vinna að því að rífa klæðningu utan af tankinum. Ekki er vitað hvort eldurinn sé kominn inn í tankinn.
Útkallið barst um klukkan hálf ellefu og voru minnst fjórir sjúkrabílar einnig sendir á vettvang. Slökkviliðsmenn frá öllum starfsstöðum slökkviliðsins eru á vettvangi.
Eldurin er kominn í þak tanksins og verið er að saga það niður. Vinnan er seinvirk.







