Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 14:02 Umskurður er aðgerð sem er nauðsynleg fyrir suma karlmenn en þó ekki vandkvæðalaus líkt og frásögn viðmælenda Vísis leiðir í ljós. Vísir/Getty Um það bil 100 aðgerðir þar sem karlmenn eru umskornir eru framkvæmdar á Íslandi á hverju ári og geta ástæðurnar verið nokkrar. Algengasta orsökin er þröng forhúð en að sögn Rafns Hilmarssonar, sérfræðilæknis á þvagfæraskurðdeild Landspítala Íslands, hafa nánast allir drengir þrönga forhúð sem er ekki hægt að draga til baka við fæðingu. „Þetta er eðlilegt og krefst engrar sérstakrar meðferðar,“ segir Rafn. Þetta breytist þó þegar drengirnir stækka og við átján ára aldur eru um það 1 til 2 prósent þeirra með þrönga forhúð, eða Phimosis. Ennþá færri þarfnast þó aðgerðar vegna þröngrar forhúðar, eða um 0,5 prósent.Tvær tegundir aðgerðar eru algengastar, annars vegar circumcisio og dorsal slip.Vísir/GettyVandamál tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu Hjá börnum eru vandamálin helst endurteknar sýkingar í eða undir forhúð en hjá fullorðnum eru vandamálin helst tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu. Sjaldgæfara eru bólgusjúkdómar í forhúð og stundum er krabbamein ástæðan, þó það sé mjög sjaldgæft að sögn Rafns. Hjá ungum drengjum/börnum er hefðbundin meðferð með sterakremi eða deyfikremi sem gefur yfirleitt góðan árangur en hjá fullorðnum þarf oftast skurðaðgerð til að laga vandamálið. Tvær tegundir aðgerðar eru algengastastar að sögn Rafns. Annars vegar umskurn(circumcisio) þar sem fremri hluti forhúðar er fjarlægður, og svo hins vegar aðgerð þar sem forhúð er opnuð án þess að fjarlægja hana (dorsal slit).Enginn sunnudagsgöngutúr Vísir ræddi við tvo unga menn sem fóru nýlega í gegnum umskurð en þeir höfðu burðast með þennan vanda í nokkurn tíma, enda kannski ekki þægilegasta umræðuefnið að bera upp á borð. Að endingu varð niðurstaða þeirra beggja að leita til læknis sem greindi vandann og var um forhúðarþrengingu að ræða í báðum tilvikum. Umskurður er þó enginn síðdegis sunnudagsgöngutúr eftir Ægissíðunni með einhverjum sem þér þykir vænt um.Viðmælendur Vísis lýsa kvíða sem þeir fundu fyrir aðgerðina og meðan henni stóð.Vísir/GettyViðkomandi sem fer í slíka aðgerð er staðdeyfður og glaðvakandi í gegnum allt ferlið. Lýstu ungu mennirnir því stressi sem þeir upplifðu fyrir aðgerðina og ekki síður á meðan henni stóð, og sögðu þeir það fremur óþægilega tilfinningu að vita af einhverjum mundandi egghvöss áhöld í nágrenni við fermingarbróðurinn. „Helvíti á jörð“ Eftir aðgerðina voru þeir saumaðir saman og fengu þeir lýsingar frá lækni við hverju þeir mættu búast á næstu vikum. Það sem bar hæst í þeirri atvikalýsingu var án efa sá sársauki sem þeir ættu eftir að upplifa. „Helvíti á jörð,“ þannig lýsir annar þeirra dögunum eftir aðgerðina.Vöktu sambýlisfólkið með öskrum Vandamálið sem fylgir endurheimtinni af þessari aðgerð er nefnilega fyrirvaralaust holdris sem reynir á þolrif saumanna. Slíkt ris á sér til að mynda nokkrum sinnum stað í svefni og segjast ungu mennirnir hafa vakið sambýlisfólk sitt upp af værum blundi með öskrum sem fylgdu þeim sársauka. Aðgerðin er ekki framkvæmd nema eitthvað virkilega hrjái menn. Rafn segir forhúðaraðgerðir af trúarlegum ástæðum hjá fullorðnum sjárasjaldgæfar hér á landi og ekki gerðar slíkar aðgerðir á börnum að því hann best veit. Forhúðaraðgerðir af öðrum orsökum þar sem ekki er til staðar eiginlegt vandamál eru að því hann best veit ekki gerðar á Íslandi. Þegar nokkrar vikur eru liðnar frá aðgerðinni er þó flest allt orðið eðlilegt þó svo að það hafi tekið viðmælendurna nokkurn tíma að venjast þessu nýja fyrirkomulagi.Skuggahliðar umskurðar Í ljósi þessara skrifa er þó vert að minna á að enn í dag eru kynfæri um þriggja milljóna stúlkna afskræmd á ári hverju með umskurði og telja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 133 milljónir kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi. Sjá nánar hér. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Um það bil 100 aðgerðir þar sem karlmenn eru umskornir eru framkvæmdar á Íslandi á hverju ári og geta ástæðurnar verið nokkrar. Algengasta orsökin er þröng forhúð en að sögn Rafns Hilmarssonar, sérfræðilæknis á þvagfæraskurðdeild Landspítala Íslands, hafa nánast allir drengir þrönga forhúð sem er ekki hægt að draga til baka við fæðingu. „Þetta er eðlilegt og krefst engrar sérstakrar meðferðar,“ segir Rafn. Þetta breytist þó þegar drengirnir stækka og við átján ára aldur eru um það 1 til 2 prósent þeirra með þrönga forhúð, eða Phimosis. Ennþá færri þarfnast þó aðgerðar vegna þröngrar forhúðar, eða um 0,5 prósent.Tvær tegundir aðgerðar eru algengastar, annars vegar circumcisio og dorsal slip.Vísir/GettyVandamál tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu Hjá börnum eru vandamálin helst endurteknar sýkingar í eða undir forhúð en hjá fullorðnum eru vandamálin helst tengd kynlífi, þvagtregðu og sýkingu. Sjaldgæfara eru bólgusjúkdómar í forhúð og stundum er krabbamein ástæðan, þó það sé mjög sjaldgæft að sögn Rafns. Hjá ungum drengjum/börnum er hefðbundin meðferð með sterakremi eða deyfikremi sem gefur yfirleitt góðan árangur en hjá fullorðnum þarf oftast skurðaðgerð til að laga vandamálið. Tvær tegundir aðgerðar eru algengastastar að sögn Rafns. Annars vegar umskurn(circumcisio) þar sem fremri hluti forhúðar er fjarlægður, og svo hins vegar aðgerð þar sem forhúð er opnuð án þess að fjarlægja hana (dorsal slit).Enginn sunnudagsgöngutúr Vísir ræddi við tvo unga menn sem fóru nýlega í gegnum umskurð en þeir höfðu burðast með þennan vanda í nokkurn tíma, enda kannski ekki þægilegasta umræðuefnið að bera upp á borð. Að endingu varð niðurstaða þeirra beggja að leita til læknis sem greindi vandann og var um forhúðarþrengingu að ræða í báðum tilvikum. Umskurður er þó enginn síðdegis sunnudagsgöngutúr eftir Ægissíðunni með einhverjum sem þér þykir vænt um.Viðmælendur Vísis lýsa kvíða sem þeir fundu fyrir aðgerðina og meðan henni stóð.Vísir/GettyViðkomandi sem fer í slíka aðgerð er staðdeyfður og glaðvakandi í gegnum allt ferlið. Lýstu ungu mennirnir því stressi sem þeir upplifðu fyrir aðgerðina og ekki síður á meðan henni stóð, og sögðu þeir það fremur óþægilega tilfinningu að vita af einhverjum mundandi egghvöss áhöld í nágrenni við fermingarbróðurinn. „Helvíti á jörð“ Eftir aðgerðina voru þeir saumaðir saman og fengu þeir lýsingar frá lækni við hverju þeir mættu búast á næstu vikum. Það sem bar hæst í þeirri atvikalýsingu var án efa sá sársauki sem þeir ættu eftir að upplifa. „Helvíti á jörð,“ þannig lýsir annar þeirra dögunum eftir aðgerðina.Vöktu sambýlisfólkið með öskrum Vandamálið sem fylgir endurheimtinni af þessari aðgerð er nefnilega fyrirvaralaust holdris sem reynir á þolrif saumanna. Slíkt ris á sér til að mynda nokkrum sinnum stað í svefni og segjast ungu mennirnir hafa vakið sambýlisfólk sitt upp af værum blundi með öskrum sem fylgdu þeim sársauka. Aðgerðin er ekki framkvæmd nema eitthvað virkilega hrjái menn. Rafn segir forhúðaraðgerðir af trúarlegum ástæðum hjá fullorðnum sjárasjaldgæfar hér á landi og ekki gerðar slíkar aðgerðir á börnum að því hann best veit. Forhúðaraðgerðir af öðrum orsökum þar sem ekki er til staðar eiginlegt vandamál eru að því hann best veit ekki gerðar á Íslandi. Þegar nokkrar vikur eru liðnar frá aðgerðinni er þó flest allt orðið eðlilegt þó svo að það hafi tekið viðmælendurna nokkurn tíma að venjast þessu nýja fyrirkomulagi.Skuggahliðar umskurðar Í ljósi þessara skrifa er þó vert að minna á að enn í dag eru kynfæri um þriggja milljóna stúlkna afskræmd á ári hverju með umskurði og telja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 133 milljónir kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi. Sjá nánar hér.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira