Enski boltinn

Welbeck ekki með í bikarúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Welbeck hefur ekki spilað síðan í markalausu jafntefli gegn Chelsea 26. apríl.
Welbeck hefur ekki spilað síðan í markalausu jafntefli gegn Chelsea 26. apríl. vísir/getty
Danny Welbeck verður ekki með Arsenal í úrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Aston Villa á laugardaginn vegna hnémeiðsla.

Welbeck, sem gekk í raðir Arsenal frá Manchester United í haust, missir einnig af landsleikjum Englands gegn Írlandi og Slóveníu í undankeppni EM 2016 í byrjun júní.

Welbeck hefur ekkert spilað síðan Arsenal gerði markalaust jafntefli við Chelsea 26. apríl síðastliðinn.

Welbeck, sem er 24 ára, hefur skorað átta mörk í 34 leikjum fyrir Arsenal í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×