Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 22:48 Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. Vísir.is/Réttur t.v./Heiða Helgadóttir t.h. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03
Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36