Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 22:48 Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. Vísir.is/Réttur t.v./Heiða Helgadóttir t.h. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna sem gæta hagsmuna Stundarinnar, segir að það sé hreinlega óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Þá gerir hún auk þess athugasemdir við framkvæmdina á lögbanninu þar sem blaðamennirnir hafi ekki getað komið vörnum við. Þetta segir Sigríður í samtali við Vísi um ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbann Glitnis HoldCo – sem heldur utan eigur Glitnis sem féll í bankahruninu – við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. „Það sem skiptir máli er að upplýsingarnar eiga erindi við almenning og það sem er verið að fjalla um í þessum fréttum, hingað til, hefur átt erindi við almenning og það er lykilatriði. Það er bara óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning og þegar það er gert er um að ræða brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar skiptir líka máli að hér sé um að ræða stjórnmálaumræða sem jafnframt á sér stað í aðdraganda kosninga. Hún segir lögbannið ekki eiga rétt á sér í ljósi þess að þetta hafi verið stjórnmálaumræða sem eigi erindi við almenning og ennfremur að fjölmörg dómafordæmi séu fyrir því.Í fréttum miðlanna var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins.visir/Anton BrinkSamtvinnun viðskipta og stjórnmála eigi erindi við almenning„Það eru níu bindi frá rannsóknarnefnd Alþingis sem liggja fyrir um það að umfjöllun um samtvinnun viðskipta og stjórnmála í aðdraganda hrunsins og afleiðingar slíkrar háttsemi á erindi til almennings og er nauðsynlegt að gera upp. Þegar þannig háttar til er hægt að vísa í endalaus dómafordæmi meðal annars frá Mannréttindadómstólnum þar sem fjallað er um nauðsyn framþróunar lýðræðis í lýðræðisþjóðfélögum að geta, með óheftum hætti, fjallað um svoleiðis upplýsingar,“ segir Sigríður.Blaðamenn hafi ekki getað komið vörnum viðSigríður gerir auk þess athugasemdir við framkvæmd lögbannsins í ljósi þess að gerðarþoli hafi ekki fengið tækifæri til þess að hafa andmæli. Í frétt Stundarinnar kemur fram að fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík hafi mætt fyrirvaralaust á skrifstofu stundarinnar klukkan fjögur í dag, ásamt lögmanni Glitnis og krafist þess að Stundin afhenti gögn sem blaðamenn höfðu byggt fréttaflutning á. Blaðamenn Stundarinnar hafi ekki getað komið vörnum við. „Af minni reynslu í lögbannsmálum þá hefur gagnaðilum verið veittur frestur til þess að koma með andmæli og gerðin hefur farið fram á skrifstofu Sýslumanns og þegar þannig er háttað til, eins og hér um ræðir að það er búið að fjalla mjög mikið um þetta málefni, þá sé ég ekki hvaða nauðsyn var til þess að ganga fram með slíku offorsi þegar um slík grundvallarmannréttindi er að ræða sem tjáningarfrelsið er,“ segir Sigríður að endingu.Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sem gegnir stöðu embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina Stjórn Glitnis taldi nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna. 16. október 2017 22:52
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03
Óska eftir fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um lögbann Sýslumanns Vísað er til laga um þingsköp. 16. október 2017 20:36