Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 7. ágúst 2014 12:00 Sigga Dögg Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira