Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 7. ágúst 2014 12:00 Sigga Dögg Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira