Innlent

Áberandi hve erlendir ferðamenn eru oft teknir fyrir hraðakstur

Erlendur ferðamaður var stöðvaður eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða í grennd við Akureyri í gærkvöldi og var hann sektaður um 30 þúsund krónur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er áberandi hversu stórt hlutfall erlendir ferðamenn eiga í heildarfjölda þeirra sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur svipaða sögu að segja því á hennar svæði eru erlendir ferðamenn í miklum meirihluta þeirra, sem aka of hratt, þrátt fyrir að ætla megi að Íslendingar séu í ríflegum meirihluta þeirra, sem aka um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×