Myndar dóttur sína árlega í brúðarkjól Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2020 20:00 Berglind Dís tók fyrstu myndina árið 2015 og sú nýjasta var tekin fyrr í þessum mánuði. Aðsendar myndir Á hverju ári klæðir Berglind Dís Guðmundsdóttir dóttur sína í brúðarkjól og tekur af henni myndir. Þetta hafa þær gert síðan stelpan var ársgömul. Berglind tímdi ekki að henda brúðarkjólnum sínum eftir brúðkaupið og ákvað þess í stað að nota hann í þessar árlegu myndatökur. „Við giftum okkur 12. júlí 2014 og brúðkaupið var fullkomið í alla staði. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Páll Óskar og Monica sáu um að gera það ógleymanlegt. Veislan var svo haldin í Sjónarhóli, Kaplakrika.“ Brúðarkjólinn fann Berglind Dís á síðunni Aliexpress og þrátt fyrir að hann hafi ekki verið rándýr, hafði hann mikið tilfinningalegt gildi. „Ég keypti kjólinn á Aliexpress, ég vildi eyða meiri pening í önnur atriði í brúðkaupinu eins og tónlist. Ég fann þennan eiginlega strax og ég byrjaði að leita. Hélt áfram að skoða en þessi fyrsti átti hug minn allan, svo ég tók sénsinn og pantaði. Hann kostaði ekki nema 20 þúsund krónur svo ég var að renna svolítið blint í sjóinn, þetta var viss áhætta, hvort ég fengi kjól drauma minna eða eitthvað drasl eins og svo margir hafa lent í. En svo kom hann, mánuði fyrir brúðkaup, algjörlega fullkominn. Framúrskarandi saumavinna, öll smáatriði í kjólnum fullkomin.“ Draumakjóllinn of lítill Gallinn var að „fullkomni“ kjóllinn passaði ekki. Hann var einfaldlega of þröngur. „Það vantaði fimm til sex sentímetra upp á að ég gæti rennt upp. Það var ekki séns að stækka kjólinn á neinn hátt, toppstykkið er gert úr blúndu. Ég vildi engan annan kjól, vildi bara þennan svo það var bara harkan sex og á þessum mánuði náði ég að renna upp og var eins og prinsessan sem ég vildi vera á brúðkaupsdaginn. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér að losa mig við hann.“ Það var þá sem Berglind ákvað að taka ljósmyndir af dóttur sinni í kjólnum á hverju ári. „Ég sá þessa hugmynd á Pinterest en þar var einhver sem hafði látið dóttir sína í kjólinn á hverju brúðkaupsafmæli. Ég útfærði þó hugmyndina öðruvísi og tek myndir af henni fyrir hvert afmæli hjá henni, sem er í janúar.“ Fyrsta myndin var tekin í janúar 2015 en þá var stúlkan eins árs gömul. Berglind Dís hefur því tekið slíka mynd sex ár í röð og stefnir á að halda myndatökunum áfram svo lengi sem dóttirin samþykkir að taka þátt í þessu. „Henni finnst þær æðislegar, hún elskar að fá að fara í stóra kjólinn. Við gerum þetta bara einu sinni á ári, í kringum afmælið hennar en samt er þetta rætt allt árið, hún spyr mikið út í þetta og hvenær hún geti farið næst í kjólinn, henni finnst þetta skemmtileg upplifun og nýtur þess að eiga stund í kjólnum á hverju ári.“ Berglind Dís í kjólnum á stóra daginn.Aðsend mynd Berglind Dís segir að það væri algjör draumur ef stelpan endar á að gifta sig í sama kjól, en ætlar þó ekki að setja pressu á það. „Núna þegar hún er orðin sex ára er hún farin að pæla aðeins meira í þessu og af hverju við séum að þessu. Við ræddum að þetta væri gaman fyrir hana þegar hún verður stærri, að eiga mynd af sér á hverju ári í þessum kjól. Ég sagði við hana að svo þegar hún giftir sig sjálf þá mætti hún nota þennan kjól, ef hún vildi. Hún sagðist strax vilja það sem var virkilega gaman að heyra, mér þætti það þvílíkur heiður ef hún vill nota hann í hvaða mynd sem er“. Ástin og lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Á hverju ári klæðir Berglind Dís Guðmundsdóttir dóttur sína í brúðarkjól og tekur af henni myndir. Þetta hafa þær gert síðan stelpan var ársgömul. Berglind tímdi ekki að henda brúðarkjólnum sínum eftir brúðkaupið og ákvað þess í stað að nota hann í þessar árlegu myndatökur. „Við giftum okkur 12. júlí 2014 og brúðkaupið var fullkomið í alla staði. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Páll Óskar og Monica sáu um að gera það ógleymanlegt. Veislan var svo haldin í Sjónarhóli, Kaplakrika.“ Brúðarkjólinn fann Berglind Dís á síðunni Aliexpress og þrátt fyrir að hann hafi ekki verið rándýr, hafði hann mikið tilfinningalegt gildi. „Ég keypti kjólinn á Aliexpress, ég vildi eyða meiri pening í önnur atriði í brúðkaupinu eins og tónlist. Ég fann þennan eiginlega strax og ég byrjaði að leita. Hélt áfram að skoða en þessi fyrsti átti hug minn allan, svo ég tók sénsinn og pantaði. Hann kostaði ekki nema 20 þúsund krónur svo ég var að renna svolítið blint í sjóinn, þetta var viss áhætta, hvort ég fengi kjól drauma minna eða eitthvað drasl eins og svo margir hafa lent í. En svo kom hann, mánuði fyrir brúðkaup, algjörlega fullkominn. Framúrskarandi saumavinna, öll smáatriði í kjólnum fullkomin.“ Draumakjóllinn of lítill Gallinn var að „fullkomni“ kjóllinn passaði ekki. Hann var einfaldlega of þröngur. „Það vantaði fimm til sex sentímetra upp á að ég gæti rennt upp. Það var ekki séns að stækka kjólinn á neinn hátt, toppstykkið er gert úr blúndu. Ég vildi engan annan kjól, vildi bara þennan svo það var bara harkan sex og á þessum mánuði náði ég að renna upp og var eins og prinsessan sem ég vildi vera á brúðkaupsdaginn. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér að losa mig við hann.“ Það var þá sem Berglind ákvað að taka ljósmyndir af dóttur sinni í kjólnum á hverju ári. „Ég sá þessa hugmynd á Pinterest en þar var einhver sem hafði látið dóttir sína í kjólinn á hverju brúðkaupsafmæli. Ég útfærði þó hugmyndina öðruvísi og tek myndir af henni fyrir hvert afmæli hjá henni, sem er í janúar.“ Fyrsta myndin var tekin í janúar 2015 en þá var stúlkan eins árs gömul. Berglind Dís hefur því tekið slíka mynd sex ár í röð og stefnir á að halda myndatökunum áfram svo lengi sem dóttirin samþykkir að taka þátt í þessu. „Henni finnst þær æðislegar, hún elskar að fá að fara í stóra kjólinn. Við gerum þetta bara einu sinni á ári, í kringum afmælið hennar en samt er þetta rætt allt árið, hún spyr mikið út í þetta og hvenær hún geti farið næst í kjólinn, henni finnst þetta skemmtileg upplifun og nýtur þess að eiga stund í kjólnum á hverju ári.“ Berglind Dís í kjólnum á stóra daginn.Aðsend mynd Berglind Dís segir að það væri algjör draumur ef stelpan endar á að gifta sig í sama kjól, en ætlar þó ekki að setja pressu á það. „Núna þegar hún er orðin sex ára er hún farin að pæla aðeins meira í þessu og af hverju við séum að þessu. Við ræddum að þetta væri gaman fyrir hana þegar hún verður stærri, að eiga mynd af sér á hverju ári í þessum kjól. Ég sagði við hana að svo þegar hún giftir sig sjálf þá mætti hún nota þennan kjól, ef hún vildi. Hún sagðist strax vilja það sem var virkilega gaman að heyra, mér þætti það þvílíkur heiður ef hún vill nota hann í hvaða mynd sem er“.
Ástin og lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira