Nú er tími íslensks grænmetis í verslunum ingvar haraldsson skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Gunnlaugur Karlsson, formaður Sölufélags garðyrkjumanna, segir hnúðkál eiga sér dyggan aðdáendahóp hér á landi. vísir/valli „Það er allt komið en í mismiklu magni,“ segir Gunnlaugur Karlsson, formaður Sölufélags garðyrkjumanna, um framboðið á íslensku grænmeti í verslunum. Nú er sá tími ársins sem hægt er að kaupa allar tegundir af fersku íslenskt grænmeti. „Ágúst er stóri uppskerumánuðurinn. Gulræturnar eru að fara að detta inn. Framboð af kartöflum kemst í alvöru hámark eftir næstu viku. En það er alltaf áhætta á meðan þetta er í jörðinni enn þá,“ segir Gunnlaugur. Hann segir alltaf ákveðnar sveiflur í vinsældum tegunda. „Það eru tískubylgjur í þessu. Grænkálið er svolítið í tísku núna. Fólk er bæði að steikja það á pönnu og borða það ferskt.“Hnúðkál á dyggan aðdáendahóp Hjá garðyrkjubændum kennir ýmissa grasa og segir Gunnlaugur að alltaf séu að bætast við nýjungar. „Hnúðkál er skemmtileg nýjung sem bættist við fyrir tveimur, þremur árum. Það er stór hópur sem sækir í þetta á hverju ári. Svo er sæt paprika nýjung hjá okkur, hún er ílöng og bragðgóð. Við höfum líka verið að auka framboð á kryddjurtum í pottum.“ Gunnlaugur segir að allur gangur sé á því hvort íslenskt grænmeti sé dýrara en erlent. „Það eru bæði dæmi um grænmeti sem er ódýrara og dýrara, sumt er meira að segja mun dýrara en það fer allt eftir tegundum.“ Grænmetisneysla Íslendinga hefur aukist síðustu ár en betur má ef duga skal að mati Gunnlaugs. „Við þurfum að tvöfalda neysluna á grænmeti til að ná manneldismarkmiðum. Þetta er stórt heilsufarsspursmál. En þetta er allt á leiðinni. Þetta verður kannski komið eftir áratug.“ Gunnlaugur segir verslunareigendur sífellt verða meðvitaðri um kosti fersks grænmetis. „Það er ákaflega ánægjulegt hve mjög íslenskir kaupmenn kappkosta að bjóða upp á grænmeti.“ Einn þeirra er Úlfur Eggertsson, verslunarstjóri Víðis í Skeifunni. Úlfur segir starfsmenn Víðis finna fyrir miklum áhuga neytenda á íslensku grænmeti. „Það er mjög mikið hringt og spurt. Það myndast hálfgerð markaðsstemning hjá okkur á þessum tíma. Sérstaklega þegar kartöflurnar koma,“ segir Úlfur og bætir við að allar tegundir íslensks grænmetis séu nú komnar í verslanir Víðis.Sigvaldi JónssonDansa af gleði „Við dönsum af gleði,“ segir Sigvaldi Jónsson, formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi, um að ferskt, íslenskt grænmeti sé nú að koma inn í verslanir. „Það verður gott að fá grænmeti sem telst nægilega gott til átu,“ segir Sigvaldi sem verður oft fyrir vonbrigðum með erlent grænmeti í verslunum hér á landi. „Grænmetið er rosalega misjafnt, stundum fær maður vöru sem dugar ekki í sólarhring í ísskáp. En sumar verslanir eru betri en aðrar,“ segir Sigvaldi. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
„Það er allt komið en í mismiklu magni,“ segir Gunnlaugur Karlsson, formaður Sölufélags garðyrkjumanna, um framboðið á íslensku grænmeti í verslunum. Nú er sá tími ársins sem hægt er að kaupa allar tegundir af fersku íslenskt grænmeti. „Ágúst er stóri uppskerumánuðurinn. Gulræturnar eru að fara að detta inn. Framboð af kartöflum kemst í alvöru hámark eftir næstu viku. En það er alltaf áhætta á meðan þetta er í jörðinni enn þá,“ segir Gunnlaugur. Hann segir alltaf ákveðnar sveiflur í vinsældum tegunda. „Það eru tískubylgjur í þessu. Grænkálið er svolítið í tísku núna. Fólk er bæði að steikja það á pönnu og borða það ferskt.“Hnúðkál á dyggan aðdáendahóp Hjá garðyrkjubændum kennir ýmissa grasa og segir Gunnlaugur að alltaf séu að bætast við nýjungar. „Hnúðkál er skemmtileg nýjung sem bættist við fyrir tveimur, þremur árum. Það er stór hópur sem sækir í þetta á hverju ári. Svo er sæt paprika nýjung hjá okkur, hún er ílöng og bragðgóð. Við höfum líka verið að auka framboð á kryddjurtum í pottum.“ Gunnlaugur segir að allur gangur sé á því hvort íslenskt grænmeti sé dýrara en erlent. „Það eru bæði dæmi um grænmeti sem er ódýrara og dýrara, sumt er meira að segja mun dýrara en það fer allt eftir tegundum.“ Grænmetisneysla Íslendinga hefur aukist síðustu ár en betur má ef duga skal að mati Gunnlaugs. „Við þurfum að tvöfalda neysluna á grænmeti til að ná manneldismarkmiðum. Þetta er stórt heilsufarsspursmál. En þetta er allt á leiðinni. Þetta verður kannski komið eftir áratug.“ Gunnlaugur segir verslunareigendur sífellt verða meðvitaðri um kosti fersks grænmetis. „Það er ákaflega ánægjulegt hve mjög íslenskir kaupmenn kappkosta að bjóða upp á grænmeti.“ Einn þeirra er Úlfur Eggertsson, verslunarstjóri Víðis í Skeifunni. Úlfur segir starfsmenn Víðis finna fyrir miklum áhuga neytenda á íslensku grænmeti. „Það er mjög mikið hringt og spurt. Það myndast hálfgerð markaðsstemning hjá okkur á þessum tíma. Sérstaklega þegar kartöflurnar koma,“ segir Úlfur og bætir við að allar tegundir íslensks grænmetis séu nú komnar í verslanir Víðis.Sigvaldi JónssonDansa af gleði „Við dönsum af gleði,“ segir Sigvaldi Jónsson, formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi, um að ferskt, íslenskt grænmeti sé nú að koma inn í verslanir. „Það verður gott að fá grænmeti sem telst nægilega gott til átu,“ segir Sigvaldi sem verður oft fyrir vonbrigðum með erlent grænmeti í verslunum hér á landi. „Grænmetið er rosalega misjafnt, stundum fær maður vöru sem dugar ekki í sólarhring í ísskáp. En sumar verslanir eru betri en aðrar,“ segir Sigvaldi.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira