Innlent

Slökkvilið kallað út vegna mikils reyks á hóteli í miðbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Lögregla, slökkvilið og reykkafarar voru kallaðir út vegna gruns um að eldur hefði kviknað í þvottahúsi Hótel Kletts í Mjölnisholti um skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Eldur hafði þó ekki kviknað í þvottahúsinu, heldur hafði biluð þvottavél gefið frá sér mikinn reyk. Slökkviliðsmenn reykræstu þvottahúsið og voru ekki lengi að störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×