Hitabylgja í spánni fyrir hvítasunnuna 21. maí 2012 07:00 Hitinn í Reykjavík lyfti sér yfir tíu gráðurnar í sólinni í gær og höfuðborgarbúar nýttu sér blíðviðrið til að bregða á leik á ylströndinni í Nauthólsvík. Vætutíð er þó framundan syðra á meðan norðaustanlands stefnir í sól og hita frá miðvikudegi. Fréttablaðið/Valli „Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira