Hitabylgja í spánni fyrir hvítasunnuna 21. maí 2012 07:00 Hitinn í Reykjavík lyfti sér yfir tíu gráðurnar í sólinni í gær og höfuðborgarbúar nýttu sér blíðviðrið til að bregða á leik á ylströndinni í Nauthólsvík. Vætutíð er þó framundan syðra á meðan norðaustanlands stefnir í sól og hita frá miðvikudegi. Fréttablaðið/Valli „Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira