Bandaríski markvörðurinn Tim Howard mun samkvæmt heimildum ESPN ganga til liðs við Colorado Rapids í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í sumar eftir að tímabilinu lýkur á Englandi.
Howard sem er 36 árs gamall missti sæti sitt í liði Everton á dögunum til Joel Robles. Hefur hann leikið 412 leiki í Everton treyjunni síðan gekk til liðs við Everton frá Manchester United árið 2007.
Verður Howard einn af fimmtán launahæstu leikmönnum deildarinnar og launahæsti markvörður deildarinnar.
Talið er að Colorado Rapids greiði Everton hálfa milljón punda fyrir Howard sem á tvö ár eftir af samningi sínum.
Howard á leið í MLS-deildina eftir 13 ár í Englandi

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

