Pellegrini: Tók rétta ákvörðun að tefla fram varaliðinu gegn Chelsea Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 19:57 Manuel Pellegrini með verðlaunagripinn í kvöld. Vísir/getty „Við áttum þetta skilið eftir öll færin sem við fórum illa með í þessum leik. Ég man ekki eftir því að Willy hafi þurft að verja skot fyrstu 90. mínútur leiksins,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, sáttur eftir að hafa horft á lærisveina sína tryggja sér enska deildarbikarinn. Það vakti töluverða athygli að Pellegrini skyldi tefla fram Willy Cabarello í markinu í stað Joe Hart en argentínski markvörðurinn reyndist hetja Manchester City í vítaspyrnukeppninni. „Ég væri frekar til í að tapa þessum leik heldur en að svíkja loforð sem ég gaf. Fjölmiðlamenn vonuðust eflaust til þess að Willy myndi gera mistök en ég treysti honum. Ég er glaður fyrir hönd allra leikmanna liðsins en sérstaklega fyrir hans hönd.“ Pellegrini lyfti í kvöld deildarbikarnum í annað skiptið en þetta er síðasta tímabil hans sem knattspyrnustjóri liðsins. „Að vinna titla á Wembley er alltaf sérstök tilfinning en núna þurfum við að hugsa út í næsta leik. Við erum níu stigum á eftir Leicester en eigum leik til góða og við þurfum að vera klárir í slaginn gegn Liverpool í næsta leik.“ Það vakti töluverða athygli þegar Pellegrini tefldi fram ungu liði gegn Chelsea um síðustu helgi í enska bikarnum en hann segir frammistöðu liðsins í dag sýna að það hafi borgað sig. „Ég þurfti að taka erfiða ákvörðun en ég tel að eftir frammistöðuna í Úkraínu og leikinn í dag að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Pellegrini sem skemmti sér konunglega yfir vítaspyrnukeppninni. „Ef ég hefði fengið að velja hvernig leikurinn myndi fara vildi ég helst vinna þetta í vítaspyrnukeppni.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Caballero hetja Manchester City í úrslitum deildarbikarsins | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Willy Caballero varði þrjár af fjórum vítaspyrnum Liverpool í vítaspyrnukeppninni í dramatískum úrslitaleik á Wembley. 28. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
„Við áttum þetta skilið eftir öll færin sem við fórum illa með í þessum leik. Ég man ekki eftir því að Willy hafi þurft að verja skot fyrstu 90. mínútur leiksins,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, sáttur eftir að hafa horft á lærisveina sína tryggja sér enska deildarbikarinn. Það vakti töluverða athygli að Pellegrini skyldi tefla fram Willy Cabarello í markinu í stað Joe Hart en argentínski markvörðurinn reyndist hetja Manchester City í vítaspyrnukeppninni. „Ég væri frekar til í að tapa þessum leik heldur en að svíkja loforð sem ég gaf. Fjölmiðlamenn vonuðust eflaust til þess að Willy myndi gera mistök en ég treysti honum. Ég er glaður fyrir hönd allra leikmanna liðsins en sérstaklega fyrir hans hönd.“ Pellegrini lyfti í kvöld deildarbikarnum í annað skiptið en þetta er síðasta tímabil hans sem knattspyrnustjóri liðsins. „Að vinna titla á Wembley er alltaf sérstök tilfinning en núna þurfum við að hugsa út í næsta leik. Við erum níu stigum á eftir Leicester en eigum leik til góða og við þurfum að vera klárir í slaginn gegn Liverpool í næsta leik.“ Það vakti töluverða athygli þegar Pellegrini tefldi fram ungu liði gegn Chelsea um síðustu helgi í enska bikarnum en hann segir frammistöðu liðsins í dag sýna að það hafi borgað sig. „Ég þurfti að taka erfiða ákvörðun en ég tel að eftir frammistöðuna í Úkraínu og leikinn í dag að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Pellegrini sem skemmti sér konunglega yfir vítaspyrnukeppninni. „Ef ég hefði fengið að velja hvernig leikurinn myndi fara vildi ég helst vinna þetta í vítaspyrnukeppni.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Caballero hetja Manchester City í úrslitum deildarbikarsins | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Willy Caballero varði þrjár af fjórum vítaspyrnum Liverpool í vítaspyrnukeppninni í dramatískum úrslitaleik á Wembley. 28. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Caballero hetja Manchester City í úrslitum deildarbikarsins | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Willy Caballero varði þrjár af fjórum vítaspyrnum Liverpool í vítaspyrnukeppninni í dramatískum úrslitaleik á Wembley. 28. febrúar 2016 19:00