Áhætta bæjarsjóðs sögð í lægsta þrepi 21. maí 2012 04:00 Bæjarstjórinn á Siglufirði segir fólksfækkun á Siglufirði hafa stöðvast og síðan snúist við eftir að Héðinsfjarðargöngin opnuðu Siglfirðingum leið til Eyjafjarðar. Fréttablaðið/Friðrik „Þetta er náttúrulega alveg þrælmagnað,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um uppganginn á Siglufirði frá því Héðinsfjarðargöng voru opnuð og eftir tilkomu ferðaþjónustu- og veitingafyrirtækisins Rauðku. Sigurður segir að mesta aukningin á ferðamönnum á landinu í fyrra hafi verið á Siglufirði og við Dettifoss. „Héðinsfjarðargöngin hafa haft feykilega mikið aðdráttarafl,“ segir bæjarstjórinn. Einnig vegi þungt feykileg uppbygging á vegum Rauðku ehf., félags í eigu Róberts Guðfinssonar athafnamanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa bæjaryfirvöld og Rauðka gert samkomulag um framtíðaruppbyggingu. Rauðka leggur 300 milljónir króna í sjálfseignarstofnun sem eiga mun skíðasvæðið og golfvöllinn á Siglufirði. Sveitarfélagið setur núverandi mannvirki inn í sjálfseignarstofnunina. Rauðka fær lóð undir hótel sem áætlað er að kosti um 900 milljónir króna að reisa. Áður mun Rauðka hafa lagt 600 milljónir í lagfæringar á húsum við höfnina. „Þetta er hrein og klár vítamínsprauta inn í allt atvinnulífið því hér eru allir iðnaðarmenn á fullu í að endurbæta þessi hús. Svo hefur þetta smitað frá sér út í samfélagið því það er verið að taka hér önnur eldri hús algerlega í gegn þannig að bæjarmyndin er að breytast mikið,“ segir Sigurður sem kveður hagsmuni í þessu fara saman á mörgum sviðum. Sigurður bendir á að til þess að skapa nýju hóteli grundvöll þurfi eitthvað til að draga gesti að. Þess vegna leggi Róbert Guðfinnsson mikla áherslu á skíðaíþróttina og vilji gerbreyta aðstöðu til iðkunar hennar. Svipað gildi um golfvöllinn. Sjálft hafi bæjarfélagið ekki efni á að leggja mikla peninga í slíkt. „Róbert hefur tök á þessu og mér finnst þetta stórkostleg nálgun af hans hálfu,“ segir Sigurður sem kveður hugmynd Róberts um sjálfseignarstofnun hafa sett bæjarfulltrúa í þá stöðu að geta valið um að flýta uppbyggingu á þessum sviðum verulega. Með því sé ekki aðeins hægt að tryggja byggingu nýja hótelsins heldur einnig umgjörð fyrir önnur þjónustufyrirtæki. „Þannig að það munu allir hagnast á þessu í samfélaginu.“ Sigurður segir menn hafa verið mjög hugsi þegar þeir settust yfir þessa nálgun. „Það er þekkt að sveitarfélög hafa í gegn um tíðina farið inn í hlutafélög sem hafa endað á alla kanta. En ef einhver áhætta er þá er hún algerlega sett á lægsta áhættuþrep gagnvart sveitarfélaginu því þá rennur allt aftur til bæjarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Þetta er náttúrulega alveg þrælmagnað,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um uppganginn á Siglufirði frá því Héðinsfjarðargöng voru opnuð og eftir tilkomu ferðaþjónustu- og veitingafyrirtækisins Rauðku. Sigurður segir að mesta aukningin á ferðamönnum á landinu í fyrra hafi verið á Siglufirði og við Dettifoss. „Héðinsfjarðargöngin hafa haft feykilega mikið aðdráttarafl,“ segir bæjarstjórinn. Einnig vegi þungt feykileg uppbygging á vegum Rauðku ehf., félags í eigu Róberts Guðfinssonar athafnamanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa bæjaryfirvöld og Rauðka gert samkomulag um framtíðaruppbyggingu. Rauðka leggur 300 milljónir króna í sjálfseignarstofnun sem eiga mun skíðasvæðið og golfvöllinn á Siglufirði. Sveitarfélagið setur núverandi mannvirki inn í sjálfseignarstofnunina. Rauðka fær lóð undir hótel sem áætlað er að kosti um 900 milljónir króna að reisa. Áður mun Rauðka hafa lagt 600 milljónir í lagfæringar á húsum við höfnina. „Þetta er hrein og klár vítamínsprauta inn í allt atvinnulífið því hér eru allir iðnaðarmenn á fullu í að endurbæta þessi hús. Svo hefur þetta smitað frá sér út í samfélagið því það er verið að taka hér önnur eldri hús algerlega í gegn þannig að bæjarmyndin er að breytast mikið,“ segir Sigurður sem kveður hagsmuni í þessu fara saman á mörgum sviðum. Sigurður bendir á að til þess að skapa nýju hóteli grundvöll þurfi eitthvað til að draga gesti að. Þess vegna leggi Róbert Guðfinnsson mikla áherslu á skíðaíþróttina og vilji gerbreyta aðstöðu til iðkunar hennar. Svipað gildi um golfvöllinn. Sjálft hafi bæjarfélagið ekki efni á að leggja mikla peninga í slíkt. „Róbert hefur tök á þessu og mér finnst þetta stórkostleg nálgun af hans hálfu,“ segir Sigurður sem kveður hugmynd Róberts um sjálfseignarstofnun hafa sett bæjarfulltrúa í þá stöðu að geta valið um að flýta uppbyggingu á þessum sviðum verulega. Með því sé ekki aðeins hægt að tryggja byggingu nýja hótelsins heldur einnig umgjörð fyrir önnur þjónustufyrirtæki. „Þannig að það munu allir hagnast á þessu í samfélaginu.“ Sigurður segir menn hafa verið mjög hugsi þegar þeir settust yfir þessa nálgun. „Það er þekkt að sveitarfélög hafa í gegn um tíðina farið inn í hlutafélög sem hafa endað á alla kanta. En ef einhver áhætta er þá er hún algerlega sett á lægsta áhættuþrep gagnvart sveitarfélaginu því þá rennur allt aftur til bæjarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira