Áhætta bæjarsjóðs sögð í lægsta þrepi 21. maí 2012 04:00 Bæjarstjórinn á Siglufirði segir fólksfækkun á Siglufirði hafa stöðvast og síðan snúist við eftir að Héðinsfjarðargöngin opnuðu Siglfirðingum leið til Eyjafjarðar. Fréttablaðið/Friðrik „Þetta er náttúrulega alveg þrælmagnað,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um uppganginn á Siglufirði frá því Héðinsfjarðargöng voru opnuð og eftir tilkomu ferðaþjónustu- og veitingafyrirtækisins Rauðku. Sigurður segir að mesta aukningin á ferðamönnum á landinu í fyrra hafi verið á Siglufirði og við Dettifoss. „Héðinsfjarðargöngin hafa haft feykilega mikið aðdráttarafl,“ segir bæjarstjórinn. Einnig vegi þungt feykileg uppbygging á vegum Rauðku ehf., félags í eigu Róberts Guðfinssonar athafnamanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa bæjaryfirvöld og Rauðka gert samkomulag um framtíðaruppbyggingu. Rauðka leggur 300 milljónir króna í sjálfseignarstofnun sem eiga mun skíðasvæðið og golfvöllinn á Siglufirði. Sveitarfélagið setur núverandi mannvirki inn í sjálfseignarstofnunina. Rauðka fær lóð undir hótel sem áætlað er að kosti um 900 milljónir króna að reisa. Áður mun Rauðka hafa lagt 600 milljónir í lagfæringar á húsum við höfnina. „Þetta er hrein og klár vítamínsprauta inn í allt atvinnulífið því hér eru allir iðnaðarmenn á fullu í að endurbæta þessi hús. Svo hefur þetta smitað frá sér út í samfélagið því það er verið að taka hér önnur eldri hús algerlega í gegn þannig að bæjarmyndin er að breytast mikið,“ segir Sigurður sem kveður hagsmuni í þessu fara saman á mörgum sviðum. Sigurður bendir á að til þess að skapa nýju hóteli grundvöll þurfi eitthvað til að draga gesti að. Þess vegna leggi Róbert Guðfinnsson mikla áherslu á skíðaíþróttina og vilji gerbreyta aðstöðu til iðkunar hennar. Svipað gildi um golfvöllinn. Sjálft hafi bæjarfélagið ekki efni á að leggja mikla peninga í slíkt. „Róbert hefur tök á þessu og mér finnst þetta stórkostleg nálgun af hans hálfu,“ segir Sigurður sem kveður hugmynd Róberts um sjálfseignarstofnun hafa sett bæjarfulltrúa í þá stöðu að geta valið um að flýta uppbyggingu á þessum sviðum verulega. Með því sé ekki aðeins hægt að tryggja byggingu nýja hótelsins heldur einnig umgjörð fyrir önnur þjónustufyrirtæki. „Þannig að það munu allir hagnast á þessu í samfélaginu.“ Sigurður segir menn hafa verið mjög hugsi þegar þeir settust yfir þessa nálgun. „Það er þekkt að sveitarfélög hafa í gegn um tíðina farið inn í hlutafélög sem hafa endað á alla kanta. En ef einhver áhætta er þá er hún algerlega sett á lægsta áhættuþrep gagnvart sveitarfélaginu því þá rennur allt aftur til bæjarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta er náttúrulega alveg þrælmagnað,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um uppganginn á Siglufirði frá því Héðinsfjarðargöng voru opnuð og eftir tilkomu ferðaþjónustu- og veitingafyrirtækisins Rauðku. Sigurður segir að mesta aukningin á ferðamönnum á landinu í fyrra hafi verið á Siglufirði og við Dettifoss. „Héðinsfjarðargöngin hafa haft feykilega mikið aðdráttarafl,“ segir bæjarstjórinn. Einnig vegi þungt feykileg uppbygging á vegum Rauðku ehf., félags í eigu Róberts Guðfinssonar athafnamanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa bæjaryfirvöld og Rauðka gert samkomulag um framtíðaruppbyggingu. Rauðka leggur 300 milljónir króna í sjálfseignarstofnun sem eiga mun skíðasvæðið og golfvöllinn á Siglufirði. Sveitarfélagið setur núverandi mannvirki inn í sjálfseignarstofnunina. Rauðka fær lóð undir hótel sem áætlað er að kosti um 900 milljónir króna að reisa. Áður mun Rauðka hafa lagt 600 milljónir í lagfæringar á húsum við höfnina. „Þetta er hrein og klár vítamínsprauta inn í allt atvinnulífið því hér eru allir iðnaðarmenn á fullu í að endurbæta þessi hús. Svo hefur þetta smitað frá sér út í samfélagið því það er verið að taka hér önnur eldri hús algerlega í gegn þannig að bæjarmyndin er að breytast mikið,“ segir Sigurður sem kveður hagsmuni í þessu fara saman á mörgum sviðum. Sigurður bendir á að til þess að skapa nýju hóteli grundvöll þurfi eitthvað til að draga gesti að. Þess vegna leggi Róbert Guðfinnsson mikla áherslu á skíðaíþróttina og vilji gerbreyta aðstöðu til iðkunar hennar. Svipað gildi um golfvöllinn. Sjálft hafi bæjarfélagið ekki efni á að leggja mikla peninga í slíkt. „Róbert hefur tök á þessu og mér finnst þetta stórkostleg nálgun af hans hálfu,“ segir Sigurður sem kveður hugmynd Róberts um sjálfseignarstofnun hafa sett bæjarfulltrúa í þá stöðu að geta valið um að flýta uppbyggingu á þessum sviðum verulega. Með því sé ekki aðeins hægt að tryggja byggingu nýja hótelsins heldur einnig umgjörð fyrir önnur þjónustufyrirtæki. „Þannig að það munu allir hagnast á þessu í samfélaginu.“ Sigurður segir menn hafa verið mjög hugsi þegar þeir settust yfir þessa nálgun. „Það er þekkt að sveitarfélög hafa í gegn um tíðina farið inn í hlutafélög sem hafa endað á alla kanta. En ef einhver áhætta er þá er hún algerlega sett á lægsta áhættuþrep gagnvart sveitarfélaginu því þá rennur allt aftur til bæjarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira