Innlent

Meinað að sleppa silungi í fólkvangi

Ósk um veiðileyfasölu í Stórhólstjörn er of óljós til þess að hægt sé að heimila að silungi sé sleppt í tjörnina segir umhverfisráð Dalvíkurbyggðar.Fréttablaðið/Garðar
Ósk um veiðileyfasölu í Stórhólstjörn er of óljós til þess að hægt sé að heimila að silungi sé sleppt í tjörnina segir umhverfisráð Dalvíkurbyggðar.Fréttablaðið/Garðar
Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar.

Í synjun umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar segir að umsókn um aðgang og afnot af Stórhólstjörn sé óljós og uppfylli þess utan ekki ákvæði samþykktar um fólkvang í Böggvisstaðafjalli.

Auk þess sem ætlunin var selja silungsveiðileyfi í tjörninni átti að vera aðstaða á svæðinu til að bjóða upp á hressingu, veiðistangir og annað sem tengist veiðiskap.

Í afgreiðslu umhverfisráðs er undirstrikað að Stórhólstjörn sé innan fólkvangsins í Böggvis-staðafjalli. Í samþykktum um fólkvanginn segir varðandi landnotkun og mannvirkjagerð að allar framkvæmdir innan hans séu háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar og þurfi að vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Svæðið skuli skipulagt til almennrar útivistar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×