Tilboð sem þau gátu ekki hafnað 23. febrúar 2012 16:00 Íslenska dansveitin GusGus fékk tilboð frá tískuhúsinu Bulgari sem hún gat ekki hafnað. Hljómsveitin spilar í partýi á tískuvikunni í Mílanó um helgina. MYND/ARIMAGG „Við fengum einfaldlega tilboð sem við gátum ekki hafnað," segir Birgir Þórarinsson einn meðlima hljómsveitarinnar GusGus en tískurisinn Bulgari fær sveitina til Mílanó til að halda uppi fjörinu á tískuvikunni. Hljómsveitin flaug út í dag og kemur heim á laugardaginn en ásamt Birgi, sem betur er þekktur sem Biggi veira, skipa þau Urður Hákonardóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephensen og Högni Egilsson danssveitina. Biggi vissi ekki mikið um viðburðinn en taldi að um væri að ræða stórt eftirpartý eftir sýningu Bulgari á tískuvikunni. „Þetta verður eitthvað tískupartý og bara mikið stuð. Það verða eflaust allir rosa flottir og fínir eins og tískupartýum sæmir," segir Biggi en Bulgari bókaði sveitina í gegnum umboðsskrifstofu GusGus í Þýskalandi. „Við spiluðum í Mílanó síðasta sumar og þeir tónleikar gengu svakalega vel. Mig grunar helst að útsendarar frá þeim hafi séð okkur á þeim tónleikum og því ákveðið að fá okkur yfir." Mikið flakk er á sveitinni þessa dagana en hún er nýkomin frá norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem fór fram í Ósló um síðustu helgi. „Það var frábært í Ósló og gekk vel. Við höfum ekki verið að spila mikið í Skandinavíu heldur einbeitt okkur að Austur-Evrópu og Þýskalandi. Nú höfum við kannski opnað einhverjar dyr þar í kjölfarið á hátíðinni." -áp Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„Við fengum einfaldlega tilboð sem við gátum ekki hafnað," segir Birgir Þórarinsson einn meðlima hljómsveitarinnar GusGus en tískurisinn Bulgari fær sveitina til Mílanó til að halda uppi fjörinu á tískuvikunni. Hljómsveitin flaug út í dag og kemur heim á laugardaginn en ásamt Birgi, sem betur er þekktur sem Biggi veira, skipa þau Urður Hákonardóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephensen og Högni Egilsson danssveitina. Biggi vissi ekki mikið um viðburðinn en taldi að um væri að ræða stórt eftirpartý eftir sýningu Bulgari á tískuvikunni. „Þetta verður eitthvað tískupartý og bara mikið stuð. Það verða eflaust allir rosa flottir og fínir eins og tískupartýum sæmir," segir Biggi en Bulgari bókaði sveitina í gegnum umboðsskrifstofu GusGus í Þýskalandi. „Við spiluðum í Mílanó síðasta sumar og þeir tónleikar gengu svakalega vel. Mig grunar helst að útsendarar frá þeim hafi séð okkur á þeim tónleikum og því ákveðið að fá okkur yfir." Mikið flakk er á sveitinni þessa dagana en hún er nýkomin frá norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem fór fram í Ósló um síðustu helgi. „Það var frábært í Ósló og gekk vel. Við höfum ekki verið að spila mikið í Skandinavíu heldur einbeitt okkur að Austur-Evrópu og Þýskalandi. Nú höfum við kannski opnað einhverjar dyr þar í kjölfarið á hátíðinni." -áp
Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira