Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:30 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira