Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2016 14:31 Sigmundur Davíð tekur gagnrýni háskólafólks afar illa og vill leggja hana svo upp að háskólamenn vilji fyrst og síðast fjármagn frá landsbyggðinni og á Melana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur brugðist harkalega við gagnrýni ýmissa háskólamanna, þeirri sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Sjá nánar hér. Sigmundur Davíð skrifar harða ádrepu á Facebooksíðu sína og leggur mál sitt upp þannig að gagnrýni háskólamannanna, sem forsætisráðherra segir „ofsafengin“, snúist um að fé sé fært til höfuðborgarsvæðisins, á Melana og í 101. „Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík,“ segir Sigmundur Davíð og ætlar greinilega ekki að láta akademíuna eiga neitt inni hjá sér. Forsætisráðherra hamrar á því í sínum til þess að gera stutta pistli, að málið snúist fyrst og síðast um ágreining milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“ Í pistli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í heild sinni hér neðar, talar hann um „Facebookskrif“, „fyrrverandi ráðherra“, en Sigmundur Davíð nefnir Gylfa Magnússon ekki á nafn, og segir þá kalla sig „akademíun“ en það sé að mati „fyrirsagnahöfundar“ sem er þá líkast til blaðamaður Vísis.Pistillinn í heild„Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sérfræðinga) hafa brugðist illa við því að ég, og margir aðrir, bentum á að mikilvægt væri að veita fjármagni í menntastofnanir um allt land.Facebookskrif fjórmenninganna hafa orðið tilefni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var fullyrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarðveg og var þá væntanlega verið að vísa í jarðveginn á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Í hinni var fullyrt að þeir félagar (eða Akademían eins og þeir kalla sig að mati fyrirsagnarhöfundar) væru æfir.Eins og menn geta rifjað upp hér á síðunni benti ég á að ef menntastofnanir á landsbyggðinni muni ekki treysta sér í sameiningar eða samstarf við HÍ muni þurfa að veita fjármagni til þeirra á eigin forsendum fremur en að ríkið setji slíkt samstarf sem skilyrði fyrir fjárveitingum. Þetta mætti kalla að benda á hið augljósa.Það nægði þó ráðherranum fyrrverandi og þremur facebook vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í fréttina, og senda frá sér furðulegar yfirlýsingar á borð við að þetta fæli í sér hótanir í garð HÍ og minnti á stjórnarfar í alræðisríkjum!Ef starfsemi er færð af landsbyggðinni til Reykjavíkur er það kallað eðlileg eða óhjákvæmileg þróun. Ef stutt er við starfsemi á landsbyggðinni kallast það alræðistilburðir.Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík.Ríkisstjórnin hefur stutt við bakið á HÍ og einnig aukið framlög til vísinda og rannsóknarstarfa meira en dæmi eru um. Yfirgnæfandi hluti þeirra framlaga hefur farið á höfuðborgarsvæðið. Við munum áfram styðja við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir í Reykjavík. En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höfuðborgarinnar og ég vona að það raski ekki ró fjórmenninganna í „Akademíunni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heilbrigðismál, samgöngumál, stjórnsýslu og jafnvel fleira.Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sé...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 22. febrúar 2016 Tengdar fréttir Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur brugðist harkalega við gagnrýni ýmissa háskólamanna, þeirri sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Sjá nánar hér. Sigmundur Davíð skrifar harða ádrepu á Facebooksíðu sína og leggur mál sitt upp þannig að gagnrýni háskólamannanna, sem forsætisráðherra segir „ofsafengin“, snúist um að fé sé fært til höfuðborgarsvæðisins, á Melana og í 101. „Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík,“ segir Sigmundur Davíð og ætlar greinilega ekki að láta akademíuna eiga neitt inni hjá sér. Forsætisráðherra hamrar á því í sínum til þess að gera stutta pistli, að málið snúist fyrst og síðast um ágreining milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“ Í pistli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í heild sinni hér neðar, talar hann um „Facebookskrif“, „fyrrverandi ráðherra“, en Sigmundur Davíð nefnir Gylfa Magnússon ekki á nafn, og segir þá kalla sig „akademíun“ en það sé að mati „fyrirsagnahöfundar“ sem er þá líkast til blaðamaður Vísis.Pistillinn í heild„Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sérfræðinga) hafa brugðist illa við því að ég, og margir aðrir, bentum á að mikilvægt væri að veita fjármagni í menntastofnanir um allt land.Facebookskrif fjórmenninganna hafa orðið tilefni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var fullyrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarðveg og var þá væntanlega verið að vísa í jarðveginn á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Í hinni var fullyrt að þeir félagar (eða Akademían eins og þeir kalla sig að mati fyrirsagnarhöfundar) væru æfir.Eins og menn geta rifjað upp hér á síðunni benti ég á að ef menntastofnanir á landsbyggðinni muni ekki treysta sér í sameiningar eða samstarf við HÍ muni þurfa að veita fjármagni til þeirra á eigin forsendum fremur en að ríkið setji slíkt samstarf sem skilyrði fyrir fjárveitingum. Þetta mætti kalla að benda á hið augljósa.Það nægði þó ráðherranum fyrrverandi og þremur facebook vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í fréttina, og senda frá sér furðulegar yfirlýsingar á borð við að þetta fæli í sér hótanir í garð HÍ og minnti á stjórnarfar í alræðisríkjum!Ef starfsemi er færð af landsbyggðinni til Reykjavíkur er það kallað eðlileg eða óhjákvæmileg þróun. Ef stutt er við starfsemi á landsbyggðinni kallast það alræðistilburðir.Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík.Ríkisstjórnin hefur stutt við bakið á HÍ og einnig aukið framlög til vísinda og rannsóknarstarfa meira en dæmi eru um. Yfirgnæfandi hluti þeirra framlaga hefur farið á höfuðborgarsvæðið. Við munum áfram styðja við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir í Reykjavík. En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höfuðborgarinnar og ég vona að það raski ekki ró fjórmenninganna í „Akademíunni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heilbrigðismál, samgöngumál, stjórnsýslu og jafnvel fleira.Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sé...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 22. febrúar 2016
Tengdar fréttir Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13