Sérfræðingar fengnir til að bæta samskipti innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 22:47 Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00
Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51