Sérfræðingar fengnir til að bæta samskipti innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 22:47 Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00
Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51