Sérfræðingar fengnir til að bæta samskipti innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 22:47 Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00
Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51