Leggja niður störf á degi leikskólans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið í gær. Vísir/Arnar H Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira