Innlent

Úr­koma um mest allt landið á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri og vestlægri átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, með dálítilli vætu. Yfirleitt verður þó þurrt og bjart fyrir norðan og austan.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þokkalega milt verði að deginum en þar sem fremur kalt loft sé yfir landinu frysti víða þar sem bjart er yfir. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig og svalast austantil.

„Á morgun verður vestanáttin ákveðnari, úrkoma um mest allt land, þó líklega ekki mikil og hitinn víða 5 til 10 stig yfir daginn. Á fimmtudag og dagana þar á eftir virðist sem norðanáttin ætli að stýra veðrinu með fremur köldu veðri fyrir norðan en þokkalega mildu syðra yfir daginn. Í lok helgar er svo að sjá að mildara loft úr suðri taki svo yfir dagana þar á eftir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning eða skúrir, en þurrt að kalla SA- og A-lands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á SA-landi.

Á fimmtudag: Vestlæg átt 3-8, rigning eða súld með köflum og hiti 5 til 10 stig, en þurrt NA-lands og hiti 0 til 5 stig þar. 

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt, dálítil væta S til á landinu og stöku él nyrst, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á laugardag: Norðan gola. Stöku él fyrir norðan og hiti 1 til 5 stig, en léttskýjað syðra og hiti að 10 stigum yfir daginn.

Á sunnudag og mánudag: Suðaustanátt, strekkingur og rigning á köflum S-lands, en annars hægari og þurrt. Hiti 5 til 10 stig, en svalara austantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×