Jack Wilshere fór í aðgerð á ökkla í gær og samkvæmt nýjustu fréttum frá Emirates þá gæti enski landsliðsmiðjumaðurinn verið frá fram í febrúar. Wilshere hafði vonast til að koma aftur til baka um jólin en Arsenal býst við að endurhæfingin taki fjóra til fimm mánuði.
Wilshere ætti því í fyrsta lagi að snúa til baka í lok janúar en þessi ungi leikmaður sem sló í gegn á síðasta tímabili hefur fengið eintómar slæmar fréttir í allt haust. Hann mun nú missa af allri riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem og restinni af undankeppni EM með enska landsliðinu.
Wilshere meiddist fyrst á ökklanum í landsleik á móti Sviss í júní en meiðslin tóku sig síðan aftur upp í leik á móti New York Red Bulls á undirbúningstímabilinu. Wilshere hefur því misst af öllum leikjum Arsenal á tímabilinu.
Jack Wilshere lék 49 leiki með Arsenal á síðustu leiktíð þar af 2656 mínútur í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Jack Wilshere gæti verið frá fram í febrúar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn


Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“
Íslenski boltinn