Fótbolti

Platini fékk berbrjósta móttökur í Kiev

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Michel Platini, forseti UEFA, er mættur til Kiev í Úkraínu þar sem hann er að skoða aðstæður fyrir Evrópumótið sem fer fram í landinu á næsta ári. Fimm konur úr kvennaréttendasamtökunum FEMEN notuðu tækifærið til að mótmæla vaxandi kynlífsiðnaði í landinu.

Konurnar mættu berar að ofan, sumar búnar að mála Uefa-bannmerki á sig miðja og aðrar með spjöld sem á stóð meðal annars "EURO 2012 án vændis". Þær voru á endanum fjarlægðar af svæðinu af úkraínsku lögreglunni.

Michel Platini var annars ánægður með ganginn í undirbúningnum fyrir keppnina en það hefur gengið á ýmsu hjá Úkraínumönnum undanfarin ár enda drógust margar framkvæmdir við leikvellina á langinn.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru mættir á staðinn og mynduðu Platini og mótmælin. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×