Segja fáránlega eyðslusaman lífsstíl ástæðu fjárhagserfiðleika Johnny Depp Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2017 10:31 Bandaríski leikarinn Johnny Depp eyddi 3,4 milljónum íslenskra króna á mánuði í vín, tveimur milljörðum íslenskra króna í 45 metra langa lystisnekkju, tæpum 23 milljónum íslenskra króna á mánuði í einkaflugvélar, tæpum 460 milljónum króna í misheppnaða plötuútgáfu, 17 milljónum króna á mánuði í öryggisgæslu allan sólarhringinn, 34 milljónum króna í 40 manna starfslið á hverjum mánuði og 344 milljónum króna fyrir að láta skjóta ösku rithöfundarins Hunter Thompsons úr fallbyssu. Þetta kemur allt fram í mótstefnu fyrrverandi umboðsskrifstofu leikarans á hendur honum. Þar kemur fram að það var þessi ríkulegi lífsstíll sem setti fjárhag leikarans á hliðina, en ekki umboðsskrifstofan líkt og Depp hefur haldið fram. 13. janúar síðastliðinn stefndi leikarinn fyrirtækinu Management Group fyrir að hafa haft af honum tugi milljóna dollara með svikum. Hann sakaði fyrirtækið um að hafa farið illa með fjármuni hans, tekið lán án hans samþykkis og falið þetta allt saman fyrir honum. Depp sagðist hafa komist að þessu þegar umboðsskrifstofan ráðlagði honum að selja stóran hluta af eign sem hann átti í Frakklandi til að borga niður skuldir. Hann sagði í kjölfarið upp samningi sínum við skrifstofuna og fékk sér nýjan umboðsmann. Management Group segir hins vegar í mótstefnu sinni að Depp hafi verið upplýstur á öllum stigum að hann væri að eyða meiru en hann aflaði. Segir í stefnunni að Depp hafi bölvað þeim sem sáu um fjármál hans þegar hann fékk slíkar viðvaranir og heimtað að þeir myndu finna leið til að borga fyrir ríkulegan lífsstíl hans. „Hann sjálfur ber einn ábyrgð á þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem hann glímir við í dag.“ Umboðsskrifstofan segir Depp skulda fyrirtækinu 4,2 milljónir dollara og gert kröfu í heimili hans. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp eyddi 3,4 milljónum íslenskra króna á mánuði í vín, tveimur milljörðum íslenskra króna í 45 metra langa lystisnekkju, tæpum 23 milljónum íslenskra króna á mánuði í einkaflugvélar, tæpum 460 milljónum króna í misheppnaða plötuútgáfu, 17 milljónum króna á mánuði í öryggisgæslu allan sólarhringinn, 34 milljónum króna í 40 manna starfslið á hverjum mánuði og 344 milljónum króna fyrir að láta skjóta ösku rithöfundarins Hunter Thompsons úr fallbyssu. Þetta kemur allt fram í mótstefnu fyrrverandi umboðsskrifstofu leikarans á hendur honum. Þar kemur fram að það var þessi ríkulegi lífsstíll sem setti fjárhag leikarans á hliðina, en ekki umboðsskrifstofan líkt og Depp hefur haldið fram. 13. janúar síðastliðinn stefndi leikarinn fyrirtækinu Management Group fyrir að hafa haft af honum tugi milljóna dollara með svikum. Hann sakaði fyrirtækið um að hafa farið illa með fjármuni hans, tekið lán án hans samþykkis og falið þetta allt saman fyrir honum. Depp sagðist hafa komist að þessu þegar umboðsskrifstofan ráðlagði honum að selja stóran hluta af eign sem hann átti í Frakklandi til að borga niður skuldir. Hann sagði í kjölfarið upp samningi sínum við skrifstofuna og fékk sér nýjan umboðsmann. Management Group segir hins vegar í mótstefnu sinni að Depp hafi verið upplýstur á öllum stigum að hann væri að eyða meiru en hann aflaði. Segir í stefnunni að Depp hafi bölvað þeim sem sáu um fjármál hans þegar hann fékk slíkar viðvaranir og heimtað að þeir myndu finna leið til að borga fyrir ríkulegan lífsstíl hans. „Hann sjálfur ber einn ábyrgð á þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem hann glímir við í dag.“ Umboðsskrifstofan segir Depp skulda fyrirtækinu 4,2 milljónir dollara og gert kröfu í heimili hans.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira