Fjölskyldan með 70 manna gospelkór bak við sig Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 10:45 Regína Ósk Óskarsdóttir kemur fram ásamt fjölskyldu sinni í kvöld. fréttablaðið/vilhelm „Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira