Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 20:19 Leikstjórinn Terry Gilliam. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s. MeToo Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s.
MeToo Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira