Lífið

Klæðist því sem hún vill

Cate Blanchett klæddist þessum fallega kjól frá Givenchy á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Cate Blanchett klæddist þessum fallega kjól frá Givenchy á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Leikkonan Cate Blanchett klæddist kjól frá tískuhúsinu Givenchy við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Kjóllinn vakti aðdáun margra en hlaut einnig nokkra gagnrýni. Í viðtali við InStyle segist Blanchett aðeins klæðast því sem henni líði vel í.

 

„Fólk á það til að klæða sig fyrir aðra en ég segi að maður eigi aðeins að klæðast því sem manni líður vel í. Ef fólk hrífst svo af kjólnum, þá er það gott. Ef ekki, þá skiptir það í raun engu máli,“ sagði Blanchett. Hún sagði jafnframt fá tískuhús hafa efni á því að framleiða svokallaðar „couture“-línur og því ætti að nota tækifæri sem Óskarsverðlaunin til að klæðast slíkum fötum. „Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá kjólinn í fyrsta sinn, hann var alveg einstakur,“ sagði hún um hönnun Givenchy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.