María Birta hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að í kvikmyndinni verði djörf kynlífssena og nú er komið í ljós að það er Egill Einarsson, sjálfur Gillz, sem mun leika á móti henni í senunni. Óskar Axel vildi ekki gefa upp nein smáatriði í sambandi við það, sagði það þó eiga sér stað í kringum einn af hápunktum kvikmyndarinnar. „Þetta er ekkert „full monty"-atriði en það er svolítið djarft og krefjandi fyrir leikarana." Hann upplýsir að Egill hafi komið honum og öðrum sem standa að myndinni á óvart í samlestri og á æfingum. „Hann hefur staðið sig alveg frábærlega, hann er mjög „pró" og það er ekki að sjá að hann sé eitthvað óreyndur."
