Úthúðaði „apakjötinu“ í Bláa lóninu í beinni útsendingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 08:31 Jacquees var ánægður með Ísland - að frátöldu kjötinu í Bláa lóninu. Instagram Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku. Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira
Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku.
Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira