Úthúðaði „apakjötinu“ í Bláa lóninu í beinni útsendingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 08:31 Jacquees var ánægður með Ísland - að frátöldu kjötinu í Bláa lóninu. Instagram Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku. Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku.
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira