Ljótu hálfvitarnir með útgáfutónleika á Húsavík í kvöld Hanna Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:00 Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir halda útgáfutónleika á Húsavík í kvöld. Hafþór Stefánsson. Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“ Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira