Vilja evru en ekki ESB Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. febrúar 2008 05:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti námsstyrki Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi í gær. Geir Haarde forsætisráðherra upplýsti um aðgerðir til stuðnings fjármálafyrirtækjum og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vera samtímis á bremsu og bensíngjöf. Fréttablaðið/GVA Viðskiptaráð kallar eftir skýrri sýn og aðgerðum af hálfu stjórnvalda varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi og aðgerðum til að styrkja efnahagslegan stöðugleika. „Ýmislegt virðist benda til þess að hag Íslendinga verði betur borgið til framtíðar með upptöku evru,“ segir Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, en hann flutti opnunarræðu Viðskiptaþings í gær. Yfirskrift þingsins var: „Íslenska krónan: Byrði eða blóraböggull?“ Erlendur bendir á að fyrirkomulag peningamála sé heitt umræðuefni í þjóðfélaginu og segir niðurstöðu skoðanakönnunar Viðskiptaráðs meðal aðildarfélaga sýna að fyrirtæki hér geti illa unað við óbreytt ástand. „Forsvarsmenn tveggja af hverjum þremur fyrirtækjum telja fjármálastjórn hins opinbera hafa dregið úr efnahagslegu jafnvægi og jafn margir eru fylgjandi því að Íslendingar taki upp annan lögeyri en íslensku krónuna.“ Um leið eru samt töluvert fleiri félagar viðskiptaráðs andvígir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Erlendur segir þó engan vafa leika á hagrænum yfirburðum þess að taka þátt í Myntbandalagi Evrópu í samanburði við einhliða upptöku evru. „Þess vegna er þeim mun brýnna að huga vel að efnahagslegum áhrifum aðildar að Evrópusambandinu, fyrir almenning, fyrirtæki, atvinnugreinar og Ísland í heild.“ Formaður Viðskiptaráðs sagði í ræðu sinni að svo virðist sem stefnumótun stjórnvalda skorti varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála, eða hún sé ekki í takt við þarfir atvinnulífs og almennings. „Stjórnvöld hafa litið framhjá þeim vandamálum sem óhjákvæmilega tengjast sjálfstæðri peningastefnu. Þetta er óheppilegt, því þetta gerir þau áhrifalaus um þróun mála.“ Erlendur segir að frá upptöku verðbólgumarkmiðs 2001 megi að mestu rekja ójafnvægi í efnahagsmálum til ákvarðana og umsvifa hins opinbera, en krónan hafi verið gerð að blóraböggli fyrir hnökra í hagstjórn. „Það er því ljóst að aukinn efnahagslegur stöðugleiki er grundvallarforsenda þess að íslenska krónan eigi sér von um framtíð.“ Viðskiptaráð gagnrýnir stjórnvöld enn frekar og bendir á að á meðan Seðlabankinn hækki vexti til að slá á verðbólgu haldi hið opinbera húsnæðisvöxtum lágum með niðurgreiðslu húsnæðislána gegnum Íbúðalánasjóð. „Þetta jafngildir því að stíga á bremsu og bensín á sama tíma,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Viðskiptaráð kallar eftir skýrri sýn og aðgerðum af hálfu stjórnvalda varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi og aðgerðum til að styrkja efnahagslegan stöðugleika. „Ýmislegt virðist benda til þess að hag Íslendinga verði betur borgið til framtíðar með upptöku evru,“ segir Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, en hann flutti opnunarræðu Viðskiptaþings í gær. Yfirskrift þingsins var: „Íslenska krónan: Byrði eða blóraböggull?“ Erlendur bendir á að fyrirkomulag peningamála sé heitt umræðuefni í þjóðfélaginu og segir niðurstöðu skoðanakönnunar Viðskiptaráðs meðal aðildarfélaga sýna að fyrirtæki hér geti illa unað við óbreytt ástand. „Forsvarsmenn tveggja af hverjum þremur fyrirtækjum telja fjármálastjórn hins opinbera hafa dregið úr efnahagslegu jafnvægi og jafn margir eru fylgjandi því að Íslendingar taki upp annan lögeyri en íslensku krónuna.“ Um leið eru samt töluvert fleiri félagar viðskiptaráðs andvígir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Erlendur segir þó engan vafa leika á hagrænum yfirburðum þess að taka þátt í Myntbandalagi Evrópu í samanburði við einhliða upptöku evru. „Þess vegna er þeim mun brýnna að huga vel að efnahagslegum áhrifum aðildar að Evrópusambandinu, fyrir almenning, fyrirtæki, atvinnugreinar og Ísland í heild.“ Formaður Viðskiptaráðs sagði í ræðu sinni að svo virðist sem stefnumótun stjórnvalda skorti varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála, eða hún sé ekki í takt við þarfir atvinnulífs og almennings. „Stjórnvöld hafa litið framhjá þeim vandamálum sem óhjákvæmilega tengjast sjálfstæðri peningastefnu. Þetta er óheppilegt, því þetta gerir þau áhrifalaus um þróun mála.“ Erlendur segir að frá upptöku verðbólgumarkmiðs 2001 megi að mestu rekja ójafnvægi í efnahagsmálum til ákvarðana og umsvifa hins opinbera, en krónan hafi verið gerð að blóraböggli fyrir hnökra í hagstjórn. „Það er því ljóst að aukinn efnahagslegur stöðugleiki er grundvallarforsenda þess að íslenska krónan eigi sér von um framtíð.“ Viðskiptaráð gagnrýnir stjórnvöld enn frekar og bendir á að á meðan Seðlabankinn hækki vexti til að slá á verðbólgu haldi hið opinbera húsnæðisvöxtum lágum með niðurgreiðslu húsnæðislána gegnum Íbúðalánasjóð. „Þetta jafngildir því að stíga á bremsu og bensín á sama tíma,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira