Sjálfstæðisflokkurinn í lægð 13. október 2005 15:31 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. "Ef Sjálfstæðisflokkurinn er að festa sig í þessu fylgi þá er það mjög lítið fyrir flokkinn," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Flokkar eru samt ekkert mjög fastir í ákveðnu fylgi núna. Það eru meiri sveiflur en tíðkast hefur." Gunnar Helgi segir að fylgi sjálfstæðisflokksins undanfarið sé sérstaklega lítið þegar horft sé til þess að það hafi löngum loðað við flokkinn að mælast með meira fylgi í skoðanakönnunum en hann fær síðan í kosningum. Hann segir að ef til vill sé ástæða fyrir sjálfstæðismenn að hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni og eflaust hafi þeir áhyggjur af þeirri lægð sem flokkurinn sé í. Sú staðreynd að Samfylkingin sé ítrekað að mælast með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn séu slæmar fréttir fyrir sjálfstæðismenn. Gunnar Helgi segir að eflaust séu nokkrar ástæður fyrir því að flokkurinn sé að mælast með að jafnaði um 33,5 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Fjölmiðlafrumvarpið hafi verið flokknum erfitt síðan sé flokkurinn búinn að vera samfleygt í ríkisstjórn síðan árið 1991. "Þegar flokkur er búinn að vera svona lengi í ríkisstjórn þá segir það sig sjálft að það er erfitt að vera aðlaðandi og spennandi kostur í augum kjósenda. Flokkurinn hefur líka átt erfitt með að höfða til kvenna undanfarin ár og það hlýtur að valda forystumönnum hans áhyggjum." Gunnar Helgi segist ekki telja að Íraksmálið hafi mikil áhrif á fylgi flokksins. Rík tilhneiging sé til þess að utanríkismál hafi ekki mikil áhrif í innanlandsstjórnmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. "Ef Sjálfstæðisflokkurinn er að festa sig í þessu fylgi þá er það mjög lítið fyrir flokkinn," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Flokkar eru samt ekkert mjög fastir í ákveðnu fylgi núna. Það eru meiri sveiflur en tíðkast hefur." Gunnar Helgi segir að fylgi sjálfstæðisflokksins undanfarið sé sérstaklega lítið þegar horft sé til þess að það hafi löngum loðað við flokkinn að mælast með meira fylgi í skoðanakönnunum en hann fær síðan í kosningum. Hann segir að ef til vill sé ástæða fyrir sjálfstæðismenn að hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni og eflaust hafi þeir áhyggjur af þeirri lægð sem flokkurinn sé í. Sú staðreynd að Samfylkingin sé ítrekað að mælast með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn séu slæmar fréttir fyrir sjálfstæðismenn. Gunnar Helgi segir að eflaust séu nokkrar ástæður fyrir því að flokkurinn sé að mælast með að jafnaði um 33,5 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Fjölmiðlafrumvarpið hafi verið flokknum erfitt síðan sé flokkurinn búinn að vera samfleygt í ríkisstjórn síðan árið 1991. "Þegar flokkur er búinn að vera svona lengi í ríkisstjórn þá segir það sig sjálft að það er erfitt að vera aðlaðandi og spennandi kostur í augum kjósenda. Flokkurinn hefur líka átt erfitt með að höfða til kvenna undanfarin ár og það hlýtur að valda forystumönnum hans áhyggjum." Gunnar Helgi segist ekki telja að Íraksmálið hafi mikil áhrif á fylgi flokksins. Rík tilhneiging sé til þess að utanríkismál hafi ekki mikil áhrif í innanlandsstjórnmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira