Innlent

Atorka og Afl sameinast

Fjárfestingarfélagið Atorka tryggði sér í gær yfir helming atkvæða í Afli fjárfestingarfélagi. Sterk eignatengsl hafa verið milli félaganna og segir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Atorku, að sameiningin hafi verið rökrétt miðað við þróun mála. Lítil viðskipti hafa verið með bréf Afls. "Við sameiningu verður til eitt öflugt félag með níu þúsund hluthafa," segir Styrmir Þór. Bæði félögin hafa skilað góðum uppgjörum og náð góðri ávöxtun á fjárfestingar sínar. Styrmir Þór gerir ekki ráð fyrir róttækum breytingum á stefnu félaganna í kjölfar sameiningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×