Innlent

Fjármálaráðherra mælir fyrir Icesave frumvarpi í dag

Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju Icesave frumvarpi á Alþingi í dag, en það var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi.

Síðan fer frumvarpið til umfjöllunar fjárlaganefndar , þaðan til umsagnar og svo er stefnt að því að það verði tekið til umræðu á Alþingi um miðjan janúar, að loknu jólaleyfi þingmanna.

Frumvarpið veitir fjármálaráðherra heimild til að staðfesta undirritun samninga, sem gerðir voru i London áttunda desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×