Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina 3. maí 2007 06:45 Jack Sparrow þriðju myndarinnar er að vænta nú í maí. Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira