Íslenskir tónlistarmenn í evrópskri tónlistarkeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. apríl 2014 09:30 Hljómsveitin Leaves Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira