Sakna sveigjanleikans í starfinu 13. október 2005 14:44 Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira