Sakna sveigjanleikans í starfinu 13. október 2005 14:44 Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira