Innlent

Tafir á Heathrow kosta British Airways 2,4 milljarða

Miklar tafir hafa verið á flugum frá flugstöð fimm.
Miklar tafir hafa verið á flugum frá flugstöð fimm. MYND/AFP

Breska flugfélagið British Airways segir að ringulreiðin í kjölfar opnunar nýrrar flugstöðvar á Heathrow flugvelli hafi kostað félagið sem svarar tæpum tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna til þessa. Flugstöð fimm opnaði 27. mars síðastliðinn.

Í yfirlýsingu frá BA segir að 300 flug til styttri áfangastaða hafi verið felld niður. Flugfélagið tilkynnti að öll áætluð flug myndu fara frá flugstöð fimm á laugardag. Ef það gengur eftir verður það í fyrsta sinn sem nýja flugstöðin gengur samkvæmt áætlun.

Flugfélagið hefur þurft að aflýsta fjölda fluga vegna vandamála með farangurskerfi nýju stöðvarinnar. Í dag var 34 flugum aflýst, en það er nokkur framför miðað við síðustu tvo daga þegar meira en 50 flug voru felld niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×