Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2013 10:00 Ólafur Darri Ólafsson, leikari er með mörg járn í eldinum. Fréttablaðið/GVA „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund. Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund.
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira