Enginn heimsendir að eignast barn með Downs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2014 16:59 Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni. Garðar Hinriksson stundar nám í Klébergsskóla, er í tónlistarnámi, syngur, dansar og er einstaklega brosmildur. Móðir hans segir hann ákveðinn, þrjóskan og yndislegan dreng með óbilandi áhuga á leiklist. Hún segir hann sannarlega gefa lífinu lit og lítur framtíðina björtum augum. Hann sé duglegur og geti gert hvað sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur. Foreldrar hans, Benedikta Birgisdóttir og Hinrik Jónsson, fóru í hefðbundna hnakkaþykktarmælingu á 12. viku þar sem í ljós kom aukin hnakkaþykkt. Benedikta fór í blóðprufu og í kjölfarið var henni tilkynnt að litlar líkur væru á að eitthvað væri að barninu.Grunurinn reyndist réttur Benedikta segir fæðinguna hafa gengið vel en grunaði samt strax að eitthvað kynni að vera að. Læknirinn leit á barnið og tók blóðprufu og reyndist grunur hennar réttur. Í ljós kom að barnið var með Downs-heilkenni. „Þetta var áfall til að byrja með. Maður var svolítið ringlaður í höfðinu. Þessi mikla gleði að eignast barn snerist upp í andhverfu sína því maður vissi í raun ekki hverju maður ætti von á. En það breyttist fljótt. Ég grét aðeins daginn sem hann fæddist en eftir það var ég bara glöð. Það var eina skiptið sem ég grét,“ segir Benedikta. Garðar fæddist hraustur, en um fimmtíu prósent barna sem fæðast með Downs greinast með alvarlegan hjartagalla.„Sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni“ Börnum með Downs-heilkenni hefur farið fækkandi síðastliðin ár. Benedikta segir það sorglegt og telur það stafa af vanþekkingu. Það sé enginn heimsendir að eignast barn með Downs. „Ég segi bara, sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni, ég veit ekki hvaða ákvörðun ég hefði tekið þá. Ég þekkti engan með Downs. “ segir Benedikta. „Ég dæmi samt engan fyrir ákvörðun þeirra. Maður skilur þetta alveg. Það er líka bara þannig að þegar þú þekkir ekki hlutinn þá ertu hræddur við hann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé strax talað við foreldra um þetta og þeim boðið upp á að tala við foreldra barna með Downs og fólk með Downs. Allavega ég, og þeir foreldrar sem ég þekki væru tilbúnir til að aðstoða við slíkt.“ Hún segir að vissulega sé erfitt að eiga barn með Downs, en það sé líka erfitt að eiga öll börn. „Það er erfiður tími hjá öllum, en á móti er þetta svo ofboðslega gefandi. Það er það sem stendur uppúr.“ „Honum gengur einstaklega vel og framtíðin er björt,“ segir Benedikta að lokum.Eins og fyrr segir verður góðgerðarhlaupið á morgun í Öskjuhlíð klukkan tólf. Verðlaun verða veitt í nokkrum aldursflokkum og getur hver sem er átt von á veglegum vinningum. Útdráttarverðlaunin eru tildæmis Iphone 5, flíspeysur, gjafabréf og margt fleira og kemur Garðar til með að afhenda verðlaunin sjálfur. Hægt er að skrá sig í hlaupið á heimasíðu Meðan fæturnir bera mig. Fyrir þá sem vilja styrkja félagið með öðrum hætti er bent á að hringja í símanúmerin:901 5001 - þá reiknast 1.000,-kr. af símreikningi901 5003 - fyrir 3.000,-kr. af símreikningi901 5005 - fyrir 5.000,-kr. af símreikningi Einnig er hægt að leggja inn á reikning félagsins:546 14 402424kt. 650512-0140 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni. Garðar Hinriksson stundar nám í Klébergsskóla, er í tónlistarnámi, syngur, dansar og er einstaklega brosmildur. Móðir hans segir hann ákveðinn, þrjóskan og yndislegan dreng með óbilandi áhuga á leiklist. Hún segir hann sannarlega gefa lífinu lit og lítur framtíðina björtum augum. Hann sé duglegur og geti gert hvað sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur. Foreldrar hans, Benedikta Birgisdóttir og Hinrik Jónsson, fóru í hefðbundna hnakkaþykktarmælingu á 12. viku þar sem í ljós kom aukin hnakkaþykkt. Benedikta fór í blóðprufu og í kjölfarið var henni tilkynnt að litlar líkur væru á að eitthvað væri að barninu.Grunurinn reyndist réttur Benedikta segir fæðinguna hafa gengið vel en grunaði samt strax að eitthvað kynni að vera að. Læknirinn leit á barnið og tók blóðprufu og reyndist grunur hennar réttur. Í ljós kom að barnið var með Downs-heilkenni. „Þetta var áfall til að byrja með. Maður var svolítið ringlaður í höfðinu. Þessi mikla gleði að eignast barn snerist upp í andhverfu sína því maður vissi í raun ekki hverju maður ætti von á. En það breyttist fljótt. Ég grét aðeins daginn sem hann fæddist en eftir það var ég bara glöð. Það var eina skiptið sem ég grét,“ segir Benedikta. Garðar fæddist hraustur, en um fimmtíu prósent barna sem fæðast með Downs greinast með alvarlegan hjartagalla.„Sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni“ Börnum með Downs-heilkenni hefur farið fækkandi síðastliðin ár. Benedikta segir það sorglegt og telur það stafa af vanþekkingu. Það sé enginn heimsendir að eignast barn með Downs. „Ég segi bara, sem betur fer greindist hann ekki á meðgöngunni, ég veit ekki hvaða ákvörðun ég hefði tekið þá. Ég þekkti engan með Downs. “ segir Benedikta. „Ég dæmi samt engan fyrir ákvörðun þeirra. Maður skilur þetta alveg. Það er líka bara þannig að þegar þú þekkir ekki hlutinn þá ertu hræddur við hann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé strax talað við foreldra um þetta og þeim boðið upp á að tala við foreldra barna með Downs og fólk með Downs. Allavega ég, og þeir foreldrar sem ég þekki væru tilbúnir til að aðstoða við slíkt.“ Hún segir að vissulega sé erfitt að eiga barn með Downs, en það sé líka erfitt að eiga öll börn. „Það er erfiður tími hjá öllum, en á móti er þetta svo ofboðslega gefandi. Það er það sem stendur uppúr.“ „Honum gengur einstaklega vel og framtíðin er björt,“ segir Benedikta að lokum.Eins og fyrr segir verður góðgerðarhlaupið á morgun í Öskjuhlíð klukkan tólf. Verðlaun verða veitt í nokkrum aldursflokkum og getur hver sem er átt von á veglegum vinningum. Útdráttarverðlaunin eru tildæmis Iphone 5, flíspeysur, gjafabréf og margt fleira og kemur Garðar til með að afhenda verðlaunin sjálfur. Hægt er að skrá sig í hlaupið á heimasíðu Meðan fæturnir bera mig. Fyrir þá sem vilja styrkja félagið með öðrum hætti er bent á að hringja í símanúmerin:901 5001 - þá reiknast 1.000,-kr. af símreikningi901 5003 - fyrir 3.000,-kr. af símreikningi901 5005 - fyrir 5.000,-kr. af símreikningi Einnig er hægt að leggja inn á reikning félagsins:546 14 402424kt. 650512-0140
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent