Lygileg saga um samskipti Þorsteins og Kraftwerk Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Þorsteinn hefur staðið fyrir heilum helling af tónleikum hér á landi síðustu ár. Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“ Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“
Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira