Lífið

Andy Serkis les Hobbitann í einni atrennu og í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
EXZtXn-WAAAYzF4

Leikarinn Andy Serkis er að lesa Hobbitann eftir JRR Tolkien í beinni útsendingu og ætlar hann að gera það í einni atrennu. Lesturinn verður sýndur í beinni útsendingu og er það gert í góðgerðarskyni. Eins og frægt er, þá lék Serkis Gollum í bæði Hobbita-þríleiknum og myndunum um Hringadróttinssögu.

Búist er við því að lesturinn muni taka tíu til tólf klukkustundir en því sem safnast verður deilt á milli Heilbrigðisstofnunar Bretlands, NHS, og góðgerðasamtakanna Best Beginnings.

Lesturinn hófst klukkan níu í morgun og gengur hann undir nafninu Hobbitathon. Eins og áður segir verður hann í beinni útsendingu og má fylgjast með henni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×