Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum 23. ágúst 2012 09:12 „Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira